Arnarnes
„Norðan við víkina er ónefndur móbergsmúli. Norðvestan í múlanum stendur bærinn Arnarfell og túnkragi umhverfis. Þar myndast slakki upp í múlann. Á múlahorninu fremst er sumarbústaður byggður 1941 og gefinn Matthíasi Einarssyni lækni, sem þá var ábúandi jarðarinnar. Gefendur voru amerískir læknar, sem störfuðu með honum á Landakoti. Bústaðurinn heitir Arnarnes (11)“ segir í örnefnaskrá Arnarfells.
Arnarnes var sumarbústaður suður undir Arnarfelli, upp við múlann vestan Sláttulágar. Bústaðurinn var byggður 1941 og var í eigu Matthíasar Einarssonar læknis, þáverandi ábúanda Arnarfells.