Arnarfellshólmi
„Vestur af Arnarnesi er hólmi, Arnarfellshólmi (12). Þar vex eitt reynitré, gróðursett af Matthíasi lækni 1936“ segir í örnefnaskrá Arnarfells.
Arnarfellshólmi er lítill hólmi í Þingvallavatni suðvestan Arnarfells. Hólminn er nokkuð grýttur, um 100 fermetrar að flatarmáli og er staðsettur á grynningum undan Arnarnesi, um 120 m frá vatnsbakkanum. Á honum óx reynitré, gróðursett árið 1936 af Matthíasi Einarssyni, lækni og ábúanda á Arnarfelli. Þar vex nú stakt tré en ekki er ljóst hvort það sé það sama og Matthías Einarsson læknir gróðursetti á sínum tíma.