Arnarfellsendi

Google Maps

Arnarfellsendi

„Hallstígur (7) er syðst á Hrafnagjá, skammt fyrir norðan Arnarfellsenda (8)“ segir í örnefnalýsingu Þingvallahrauns.

Arnarfellsendi er heitið á norðurenda Arnarfells og þar liggur ómerktur gönguslóði upp á fjallshrygginn. Með aðgætni má sjá leifar forns garðlags undan Arnarfellsenda sem virðist hafa verið ætlað að afgirða Arnarfell í heild sinni. Hrafnagjá kemur undan fjallinu við Arnarfellsenda og þar syðst er brekka og lítill hvammur. Þar eru leifar Fornasels.