Arnarfell

Google Maps
DJI 0607Minni
Arnarfell skagar fagurlega út í Þingvallavatn

Arnarfell er rúmlega 200 metra hár móbergshryggur við norðaustanvert Þingvallavatn. Jörðin Arnarfell var ávallt í eigu Þingvallakirkju. Byggð þar var þó stopul en talið er að þar hafi verið sel frá Þingvallabæ.  Arnarfell þykir vera með betri veiðijörðum við vatnið.

Síðan 1998 hefur jörðin verið í eigu og umsjón þjóðgarðsins á Þingvöllum. Útsýni af Arnarfelli er gott, ef veður leyfir sést þaðan allt norður til Esju, austur í Þórisjökul og niður á Suðurlandsundirlendið.