Albogi
„Þar austur [frá Friðhóli] undir á er Einbúi (28), stakur hóll. Áin beygir nú, og þar er annar hóll, sem réttin er við. Hann var ekki kallaður neitt. Kallaður er Albogi (29) í beygjunni á ánni. Þar eru klettabelti og skriður“ segir í örnefnaskrá Brúsastaða.
Albogi er heitið á beygju í Öxará í hlíðunum skammt norðan Brúsastaða. Nafnið er ummyndað úr Alnboga, eða Olnboga, sem er algengt heiti á slíkum beygjum. Við Alboga eru klettar og skriður og skammt austar er hóllinn Einbúi. Brekkurnar norðan Alboga kallast Brúsastaðabrekkur.