Lífríki vatnsins
Hin nánu tengsl á milli vistkerfis Þingvallavatns og jarðsögunnar skapa Þingvallavatni sérstöðu meðal vatna heimsins. Meirihluti vatnasviðsins er þakið hrauni og vatn hripar þar auðveldlega í gegn. Ungur aldur hraunanna gerir það að verkum að upptaka steinefna er mikil í grunnvatninu sem er ein af undirstöðum fjölbreytts lífríkis í Þingvallavatni.

Innstreymi í Þingvallavatn er að mestu neðanjarðar. Við norðurströnd Þingvallavatns má víða sjá strauma kalds vatns renna undan hrauninu.
Þingvellir Þjóðgarður
Vegna landsigs og hrauns skapast fjölbreytni í búsvæðum, til dæmis fylgsni fyrir fiska í gjám og gjótum meðfram strandlengju Þingvallavatns. Þingvallavatn er sérstaklega frjótt og gróðursælt þó svo að það sé mjög kalt. Um þriðji hluti botnsins er þakinn gróðri og magn þörunga er mikið.
Lággróður nær út á 10 metra dýpi en hágróður myndar stór gróðurbelti á 10-30 metra dýpi. Um 150 tegundir jurta og 50 tegundir smádýra beita sér á þennan gróður, frá fjöruborði og út á mikið dýp

Í fjöruborði Þingvallavatns lifa 120 þúsund dýr á hverjum fermetra. Þegar komið er niður á 114 metra dýpi, eða botn Þingvallavatns, lifa um 10 þúsund á hvern fermetra.
Þingvellir Þjóðgarður / Gagarín

Ein nýjasta tegundin sem hefur uppgötvast í Þingvallavatni er náhvít og blind marfló. Hún hefur lifað í grunnvatni í hellum í milljónir ára og staðið af sér ísaldir og eldsumbrot.
Þingvellir Þjóðgarður / Gagarín

Önnur tegund marflóa sem hefur fundist í Þingvallavatni og víðar í vötnum Íslands.
Þingvellir Þjóðgarður / Gagarín