Náttúra

Langistígur í Almannagjár kerfinu, horft til suðurs. Vinsæl reiðleið sem fer í gegnum Stekkjargjá.
Almannagjá horft til norðus þar sem sést í göngustíginn og örfáa ferðamenn.
Grænn hólmi í Hallviki, norðaustanverðu Þingvallavatni

Langistígur

Langistígur er vinsæl göngu- og reiðleið. Liggur hún suður frá bílastæði P3 niður á Þingvelli.

Almannagjá

Almannagjá horft til norðurs

Hallvik

Fagurgrænn hólmi í Hallviki.

Á undanförnum áratugum hafa rannsóknir leitt í ljós að Þingvellir eru náttúruundur á heimsvísu þar sem jarðsagan og vistkerfi Þingvallavatns mynda einstaka heild. Það eru gríðarleg verðmæti og náttúruundur að geta fylgst með þróun og myndum nýrra tegunda á einum stað eins og í Þingvallavatni. Þingvallasvæðið er hluti flekaskila Atlantshafshryggjarins sem liggja um Ísland. Þar má sjá afleiðingar gliðnunar jarðskorpunnar í gjám og sprungum svæðisins.