Þingvellir og heimsminjaskrá

Þingvellir voru skráðir á heimsminjaskrá árið 2004 sem menningarminjar. Þingvellir einnig koma fyrir í tveimur tilnefningum í yfirlitskrá.

Menningaminjar

Í desember 2001 var ákveðið af ríkisstjórn Íslands að stefna að tilnefningu merkustu staða Íslands á heimsminjaskrá UNESCO. Umsóknin um Þingvelli var lögð fram í febrúar 2003.
Á fundi heimsminjaráðsins í Suzhou í Kína í júlí 2004 voru Þingvellir skráðir á heimsminjaskrá sem menningarminjar.

Þingvellir eru skráðir undir forsendu III og VI sem eru tvær af tíu forsendum sem hægt er að skrá minjar eftir á heimsminjaskrá.

Í samráðsnefnd um skráningu á heimsminjaskrá voru Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, sem jafnframt var formaður nefndarinnar, Árni Bragason, sviðsstjóri í Umhverfisstofnun, Sigurður Ármann Þráinsson, deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu og Þorgeir Ólafsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu.
Í verkefnisstjórn um tilnefningu Þingvalla sátu Þorgeir Ólafsson formaður, Margrét Hallgrímsdóttir, Sigurður Oddsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, og Sólrún Jensdóttir, menntamálaráðuneytinu.
Verkefnisstjóri og ritstjóri umsóknar var Halldóra Hreggviðsdóttir, jarð- og verkfræðingur hjá fyrirtækinu Alta. Auk þess komu fjölmargir sérfræðingar á ýmsum sviðum að umsókninni.

Hér má sækja tilnefningarskjalið fyrir Þingvelli á pdf sniði.


Minjar frá víkingatíma – Þjóðgarðurinn á Þingvöllum ásamt minjastöðum í  sex öðrum löndumtóku þátt í alþjóðlegri raðtilnefningu til að skrá minjar frá víkingatíma á heimsminjaskrá UNESCO.  Umsóknin var tekin fyrir á fundi heimsminjaráðsins í Bonn sumarið 2015. Umsóknin fékk ekki stuðning heimsminjaráðsins.

Þingvellir á yfirlitsskrá

Þingvellir koma fyrir í tveimur öðrum tillögum á yfirlitskrá yfir mögulegar heimsminjar á Íslandi. Yfirlitsskrá er yfirlýsing um að stefnt sé að því setja þá staði á heimsminjaskrá. Unnið er að báðum umsóknum en þær eru mislangt komnar.

Tilnefning náttúru Þingvallasvæðisins 

Forsendur fyrir skráningu náttúru Þingvallasvæðisins á heimsminjaskrá eru fjórar: - • Einstök landslagsheild þar sem sjá má þá þrjá þætti sem mótuðu Ísland; • flekaskilin, áhrif eldvirkni og jökla, • sýnileiki plötuskilanna, og virkni þeirra í dag, • fjögur afbrigði heimskautableikjunnar og ný ætt nýlega fundinna krabbadýra með tveimur tegundum sem hvergi hafa fundist annars staðar í heiminum.

Nánar er hægt að lesa um yfirlitsskrá Þingvalla vegna náttúruminja hér