Viðgerð á brú við Drekkingarhyl
Umferð yfir brúna við Drekkingarhyl verður stýrt á morgun.
Á morgun, þriðjudaginn 10. desember, verður farið í að kjarnabora í brúna við Drekkingarhyl. Er þetta liður í ástandsmati á steypustyrk brúarinnar. Framkvæmdaaðili verður COWI og verktaki á vegum þjóðgarðsins á Þingvöllum. Framkvæmdir byrja um 10:00 og er áætlað að þær standi til 16:00. Nauðsynlegt verður að loka hluta brúarinnar fyrir gangandi umferð og kannski alfarið í skamma stórar vinnuvélar athafna sig á vinnusvæðinu. Tekin verða sex kjarnaborunarsýni, bæði af brúardekkinu og síðan stöpplunum.
Við vonumst til að þetta valdi sem allra minnsta raski.
Brúin eins hún lítur út í dag, vart sést í gólfið enda heilmikil möl á öllum stígnum
Þingvellir
Fyrsta brúin var reist yfir Öxará við Drekkingarhyl árið 1897. Fram að því hafði áin jafnan verið nokkur farartálmi þó hún láti ekki alltaf mikið yfir sér.
Baldur Þór Þorvaldsson verkfræðingur hefur mikið rannsakað brúar- og vegagerð á Þingvöllum. Hér má sjá ananrsvegar undirstöður undir brúna frá 1912 fyrir miðju en svo undirstöðurnar frá brúargerðinni 1944 til hliðar. Það ár var brúin sem sagt breikkuð í núverandi mynd.
Baldur Þór Þorvaldsson
Baldur Þór sýndi þessar teikningar í erindi sem hann flutti í haust á Þingvöllum um brúar- og vegagerð á Þingvöllum. Hér eru sýndar framkvæmdir þær sem farið var í 1944. Ekkert bendir til sprenginotkunar í þeirri framkvæmd.
Myndin sýnir vegaframkvæmdir vestan brúar 1944.
Baldur Þór Þorvaldsson
Framhald af sömu teikningu og áður nema núna sýndar framkvæmdir austan brúar.
Baldru Þór Þorvaldsson