Fundað með viðbragðsaðilum
09.04.2024
Brosað móti sólu
Viðbragðsaðilar og þjóðgarðsvörður stilltu sér upp í sólinni eftir nokkuð langa inniveru vegna fundarhalda.
Þingvellir
Í gær tók þjóðgarðsvörður, Einar Á. E. Sæmundsen á móti fulltrúum Almannavarna, Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) og Lögreglunni á Suðurlandi. Hittingar milli þessara stofnana og þjóðgarðsins hafa verið nokkuð reglulegir í gegnum tíðina.
Á fundinum var miðlað upplýsingum um starfsemi þjóðgarðsins, tölfræði um slys og atvik, viðveru sjúkraflutningamanns frá HSU á Þingvöllum og ýmis önnur verkefni. Þá var farið yfir komandi dagskrá vegna 80 ára lýðveldisafmæli en nokkur dagskrá og viðburðir verða á Þingvöllum dagana 15 – 16. júní.