Sendinefnd þingmanna frá Úkraínu
14.03.2024
Sendinefndin ásamt þjóðgarðsverði fyrir framan gestastofuna á Þingvöllum
Þingvellir þjóðgarður
Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður tók á móti sendinefnd úkraínskra þingmanna sem hafa verið í heimsókn á Íslandi undanfarna daga.
Frá Alþingi lá leiðin til þingvalla þar sem þjóðgarðsvörður fór hratt yfir sögu þjóðgarðsins frá stofnun til UNESCO tilnefningar. Rætt voru málefni ferðaþjónustu og hvernig þjóðgarðurinn hefur byggt upp sína innviði til að takast á við vaxandi straum heimsóknarglaðra gesta til Íslands.
Í góðri veðurblíðu gengu þingmenn og þjóðgarðsvörður um þingstaðinn forna en þaðan lá leiðin áfram eftir gullna hringnum að Geysi.
Í Snorrabúð
Farið er yfir ferðamálin.
Þingvellir þjóðgarður