Tímaskeið frá Jóladegi
27.12.2023
Það er allajafna nóg um að vera í þjóðgarðinum hvort sem er vetur eða sumar. Við þekkjum mörg hver hvernig er að ferðast um hátíðirnar til heitari landa. Eins fáum við til okkar gesti hingað í kuldann og myrkrið sem býr þó yfir sínum einstaka sjarma.
Dagurinn byrjar við snjómokstur eldsnemma á morgnana og fyrstu gestir birtast jafnan í myrkri rétt fyrir níu.
Fagur sólargangurinn lék um gesti þjóðgarðsins á jóladag og tímamyndskeiðið sýnir allt frá sólarupprás þangað til hún skríður niður fyrir Grafninginn í suðri.