Þingvellir +/- 100 ár

Viðburðardagskrá og kort má sjá hér fyrir ofan og ná í sem pdf hér.

Laugardaginn 14. september verður boðið til eftirfarandi viðburða á Þingvöllum:

Vibðurðir helgarinnar eru tileinkaðir Menningarminjadögum Evrópu og Degi íslenskrar náttúru sem er 16. september.

Viðburðirnir eru liðir í fullveldisdagskrá 80 ára lýðveldisafmælis Íslands.

Dagskrá og kort af svæðinu má nálgast hér. 

Þingvellir í 100 ár.

"Þingvellir í 100 ár" er kvikmyndaverkefni sem færir áhorfendur aftur í tímann, fyrir stofnun þjóðgarðs og lýðveldis, þegar á Þingvöllum voru bændur og hótel og konungs hús.
Verkið verður sýnt í gestastofu Þingvalla á Haki næsta laugardag 14. September. Ásamt því verður smá kynning á verkefninu og vinnunni á bakvið það.
Þingvellir í 100 ár ber saman myndefni sem Loftur Guðmundsson myndaði á Þingvöllum sumarið 1924, og myndefni sem Tryggvi Jóhönnuson Thayer, landvörður, tók upp í sumar til þess að sjá þær breytingar sem hafa orðið frá stofnun þjóðgarðs og til dagsins í dag.
Unnið var gagnvirkt forrit af bræðrunum Sigþóri Bjarma og Steinari Loga Geirssonum til þess að skoða efnið og verður það kynnt á sýningunni.


Staðsetning: Gestastofa Haki
Tími: 13:00 - 16:00

Fornleifaskóli framtíðarinnar

Fornleifaskóli barnanna færi yfirhalningu. Allajafna er grafið eftir fornum munum en nú setja börnin sig í búning fornleifafræðinga framtíðarinnar.

Hvað verður grafið upp á Þingvöllum eftir 100 ár eða jafnvel 1000 ár? Hvað erum við að skilja eftir okkur? Drónar, símar og aðrir munir týnast reglulega hér og gefst börnum tækifæri á að grafa þá upp og skrá eftir aðferðum fornleifafræðinnar.


Staðsetning: Valhöll (P5).
Tími: 13:00-16:00

Undraheimur Þingvallavatns

Fræðsluganga með landverði, Finni Ingimarssyni sem leiðir gesti um þann undraheim sem norðurstrandlengja Þingvallavatns hefur upp á að bjóða.
Gangan hefst frá Vatnskoti klukkan 14:00 og er öllum opin og ókeypis. Gott er að mæta vel skóaður og með nesti.
Gangan tekur 2 tíma og endar fræðslugangan við Vellankötlu. Þaðan geta göngufúsir gengið til norðurs að Skógarkoti en landvörður heldur aftur að Vatnskoti
Viðburðurinn er í tilefni Dags íslenskrar náttúru sem er formlega 16. september.