Þingvellir í Landanum

Blástur og mokstur

Landverðir eru vel búnir til að losa burt snjó. Hér var skaflinn þó orðinn of harður fyrir blásarann og þurfti að brjóta hann fyrst upp. Snjómokstur lék nokkru aðalhutverki í Landanum

Þátturinn Landinn kíkti í heimsókn til Þingvalla. Farið var um víðan völl. Heyrt var í ferðamönnum sem voru á staðnum sem lýstu aðdáun sinni á fegurð staðarins og magni snjósins sem til hafði fallið. 

Snjómokstur lék líka nokkru aðahlutverki í þættinum enda kalt í veðri þegar Ólöf Rún Skúladóttir heimsótti þjóðgarðinn. 

Hitt var á Kolbeinn Sveinbjörnsson ábúanda á Heiðarási og þjóðgarðsins helsta verktaka í snjómokstri og öðrum verkefnum. Þá var og rætt við sjúkraflutningamann frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands en þjóðgarðurinn gerði samning við HSU um að hafa hér til handa sjúkraflutningamann.

 

Þjóðgarsvörður í Almannagjá

Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður ræddi áskoranir í ferðaþjónustu og nauðsyn þess að horfa til framtíðar.

Talað var við þjóðgarðsvörð, Einar Á. E. Sæmundsen bæði varðandi snjóþyngsl en ekki síst framtíðarsýn sem mótuð er í stefnumótun þjóðgarðsins. Horfa þarf fram í tímann til að geta tekið á móti vaxandi fjölda. Huga þarf að því hvernig við viljum sjá þjóðgarðinn og stýra umferð um þjóðgarðsins helgasta svæði. 

Kolbeinn ræddi snjómokstur

Kolbeinn Sveinbjörnsson, heimamaður, verktaki og þjóðgarðsins helsta von þegar kemur að snjómokstri fékk sínar fimm mínútur í þættinum. 

Kalt en fallegt

Ólöf Rún Skúladóttir náði tali af ferðamönnum. Snjór og fegurð virðist hafa fangað huga þessarar konu.