Sumarstarf verkamanna
Sótt er um starfið í gegnum heimasíðu starfatorgs. Upplýsingar um starfið veita
Fanney Einarsdóttir - fanney.einarsdottir@thingvellir.is
Jóna Kolbrún Sigurjónsdóttir - jona.k.sigurjonsdottir@thingvellir.is
Verkamenn í sumarstörf - Þingvellir
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum auglýsir sumarstörf verkamanna. Verkamenn sinna fjölbreyttum störfum í þjóðgarðinum við viðhald, umhirðu og þrif. Umsækjandi verður að geta hafið störf sem fyrst og unnið til loka ágúst. Unnið er á vöktum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þrif
- Umhirða
- Viðhald gönguleiða
- Smærri viðhaldsverkefni
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
- Samskiptahæfni
- Þjónustulund
- Stundvísi
- Verklagni
- Ökuréttindi og hæfni til að aka jeppum, bæði sjálf- og beinskiptum er skilyrði
- Gott vald á íslensku og ensku
- Geta til að vinna undir álagi
- Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Báran, stéttarfélag hafa gert.
Umsókn ásamt ferilskrá berist í gegnum starfatorg.is
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum útvegar akstur til og frá Þingvöllum frá tilteknum stað sem gefin er upp við ráðningu.
Umsókn getur gilt sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Öll kyn eru hvött til að sækja um.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 13.06.2022