Sumarvertíðinni í þjóðgarðinum lokið.
Það hefur verið erill í þjóðgarðinum í sumar. Tekur nú við vetrardagskráin sem þýðir að þjóðgarðurinn dregur starfsemi sína ögn saman. Ekki verður unnt að halda Þingvallakirkju opinni í vetur, þó hægt sé að athuga með möguleika á opnun með því að hringja í 488-1800 eða senda á thingvellir@thingvellir.is.
Skólahópar á haustönn fara brátt að láta sjá sig þó törnin sé sjaldnast eins mikil og á vorin. Urriðaganga með Jóhannesi Sturlaugssyni verður 14. október.
Fjöldi gesta lagði leið sína í fimmtudagskvöldgöngur sumarsins.
Þingvellir Þjóðgarður
Sumarið gekk fyrnavel. Fimmtudagskvöldgöngur með gestafyrirlesurum voru vel sóttar í júní og júlí. Almennt lék veðrið vel við þá sem komu þó júní mánuður hafi verið ögn erfiður til að byrja með. Starfsfólk þjóðgarðsins hefur sinnt fræðslu, viðhaldi, þrifum og eftirliti. Fræðslan hefur verið allt frá formlegum fræðslugöngum, skólahópum, hópum sérfræðinga yfir í hina dagsdaglegu rútínu að benda gestum á bestu gönguleiðir þjóðgarðsins. Í tailningu sinnti einn landvörður 400 erindum í þjónustumiðstöð þjóðgarðins.
Við fáum núna okkar fyrstu gulu veðurviðvörun sem er ágætis áminning um komandi vetur sem þó vonandi leikur létt við landið og miðin.
Sumarið lék við hvern sinn fingur eftir að júnímánuði lauk.
Þingvellir Þjóðgarður