Stutti stígur í viðgerð
28.11.2022
Stutti stígur lagaður
Verið er að laga þrepin í stutta stíg og því leiðin lokuð á meðan.
Þingvellir Þjóðgarður
Stutti stígur er stysta leiðin milli gestastofunnar P1 og bílastæðisins við Valhöll P5. Þessi leið verður lokuð um sinn meðan verið er að gera við þrep í stígnum. Áfram er þó tenging þarna á milli enda hægt að ganga Almannagjá að Lögbergi og þaðan Búðaslóð að P5. Gönguliðin tekur um 10-15 mínútur þarna á milli. Um er að ræða okkar söguríkasta svæði og þar eru fjölmörg fræðsluskilti um sögu Þingvalla.