Þjóðgarðurinn á Þingvöllum undirbýr sumarvertíð

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum undirbýr sumarvertíð.

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum undirbýr sumarvertíð.

Í gær var starfsdagur á Þingvöllum þar sem saman kom reynt starfsfólk þjóðgarðsins ásamt nýju. Farið var í skipulag starfsins komandi sumar, fróðleiksmolum varpað fram og viðbragðsáætlun kynnt.

Starfsfólk þjóðgarðsins og HSU saman á mynd.

Haldið var öryggisnámskeið með áherslu á brunavarnir bæði innanhús en ekki síst gróðurelda. Við þetta tilefni undirritaði þjóðgarðvörður Einar Á.E.Sæmundsen nýja viðbragðsáætlun við gróðureldum innan þjóðgarðsins á Þingvöllum sem unnin var í vetur af Sveini Kristjáni Rúnarssyni hjá Verkfræðistofunni Verkís í samvinnu við starfsfólk þjóðgarðsins. 

Í áætluninni eru skilgreindir ferlar og viðbrögð starfsmanna við gróðureldum. Brunavarnir Árnessýslu héldu námskeið fyrir starfsfólk þjóðgarðsins þar sem farið var yfir verkferla og tæki prófuð. Þjóðgarðurinn er í dag bæði útbúinn klöppum, ýmsum brunavarnarbúnaði og nýjasta í flórunni eru 20 lítra bakpokar sem fylltir eru með sápukenndu vatni til að slökkva elda. 

 

Starfsfólk þjóðgarðsins fræðist um þyrlu landhelgisgæslunnar.
Starfsfólk fékk að kynnast starfsemi þyrlu Landhelgisgæslunnar

Þyrla landhelgisgæslunnar lenti svo á Syðri-Leirum. Kynnt var fyrir starfsfólki hvernig væri best að taka á móti þyrlunni ásamt kynningu á ýmsu er varðar búnað þyrlunnar og mönnun.

Undirritun viðbragðsáætlunar þjóðgarðsins á Þingvöllum vegna hættu af gróðueldum.
Sáttir með undirritun viðbragðsáætlunar

Einnig tóku þátt Höskuldur Friðriksson sjúkraflutningamaður og Hermann M. Maggýjarson yfirmaður sjúkraflutninga hjá HSU en endurnýjað hefur verið samkomulag um viðveru sjúkraflutningamanns á Þingvöllum í sumar. Er þetta endurnýjun á samkomulagi þjóðgarðsins á Þingvöllum og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands HSU sem komið var á fyrir heimsfaraldur COVID-19. Vera sjúkraflutningamanns á Þingvöllum eykur viðbragðsgetu HSU í uppsveitunum ásamt öryggi gesta þjóðgarðsins

Slökkvitæki í notkun. Prófað að slökkva eld.
Starfsfólk fékk þjálfun í höndlun handslökkvitækja.

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum lítur björtum augum að komandi sumar.