Skólaheimsóknir vorboðinn ljúfi
Árlega tekur starfsfólk þjóðgarðsins á móti fjölda innlenda og erlendra skólahópa. Aukin tíðni heimsókna íslenskra skóla á vorin er þó árviss vorboði rétt eins og koma lóu og grágæsar.
Þorgeir Adamsson í Snorrabúð og kynnir hér heimsminjalista UNESCO.
Aðstaða þjóðgarðsins hefur stórbatnað með gestastofunni á Hakinu sem opnaði árið 2018. Snorrabúð sem er fjölnotasalur nýtist til fjölbreyttrar skólamóttöku. Þar er farið um víðan völl, rætt um þjóðgarðinn á Þingvöllum í stærra og smærra samhengi.
Þorgeir Adamsson landvörður sýnir nemendum upphleypt landakort sem nýtist vel til að útskýra jarðfræði staðarins.
Kárastaðastígur í Almannagjá
Fátt útskýrir jarðfræði Þingvalla betur heldur en staðurinn sjálfur. Þorgeir Adamsson landvörður leiddi hér skólahóp niður Kárastaðastíg inn í Almannagjá. Fræddi hann hópinn þarna um jarðhræringar og áhrif þeirra á Þingvelli. Þegar neðar er komið gefst betra færi til að kynna fyrir hópnum sögu Þingvalla og náttúru.