Sjálfugjald innleitt á Þingvöllum - ***1. apríl***
1. apríl - aprílgabb
Í kjölfar starfs hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar, sem var skipaður eftir innkomu sparnaðartillagna þjóðarinnar, var skipaður spretthópur ríkisstjórnarinnar í auðlindagjöldum og þar á meðal á vinsælum ferðamannastöðum.
Spretthópur hefur í dag tilraunir með nýja gjaldheimtu á hegðun, atferli og framkomu ferðamanna á Þingvöllum. Tillagan kom fram í samtali við þjóðina um breytingar í ríkisskerfinu og ítarlegri leiðir til tekjuöflunar af ferðaþjónustunni í landinu. Helst þessi nýja tekjuöflun í hendur við nýútkomna fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nær yfir árin 2026-2030.

Verðskrá hefur verið innleitt fyrir sjálfugjaldið. Reynt er að hafa verðskrána eins sanngjarna og hægt er en um leið er hún nokkuð flókin. Mikill afsláttur er eftir því sem sjálfumyndskeiðið verður lengra enda er þá talið að minna verði af sjálfu og meira af landslagi sem á rétt á að njóta sín.
Þingvellir
Sjálfugjaldið nær yfir svæðið í kringum Almannagjá, þar sem flestir sjálfhverfir ferðamenn fara um og setja sjálfa sig í öndvegi mynda sinna. Þeir verða samkvæmt tillögum spretthóps rukkaðir eftir; fjölda sjálfumynda, lengd myndskeiða, samkvæmt birtingu og hvort verið sé að taka landslagsmynd eða andlitsmynd.

Landverðir munu sinna rukkun fyrst um sinn þangað til gervigreind verður innleidd til að greina samfélagsmiðlanotkun gesta og myndbirtingu. Landverðir telja sekúndur og greina hvernig símanum er beitt.
Þingvellir
Í vinnslu, samkvæmt gervigreindarstefnu spretthóps ríkisstjórnarinar, á að nýta í framtíðinni gervigreind til að greina andlit gesta og greina samfélagsmiðlanotkun þeirra og innheimta eftir birtingu á slíkum miðlum. Miklar vonir eru bundnir við þá nálgun í náinni framtíð.

Rukkunin er nokkuð tímafrekt verkefni en það þarf að útskýra þetta nýja gjald fyrir öllum gestum sem nást við að taka sjálfu.
Þingvellir

Langflestir hafa verið sáttir en eitthvað er um mótbárur. Ef menn streitast á móti verður hringt í viðeigandi valdhafa til að tryggja að nýtt sjálfugjald skili sér í innviðauppbyggingu á vinsælum ferðamannastöðum.
Þingvellir
Þar til gervigreindin tekur alfarið við munu landverðir fylgjast með og innheimta með posa. Spretthópurinn verður með opinn blaðamannafund um tilraunina kl 17.00 í dag þar sem farið verður yfir tillöguna og aðrar sem komið hafa fram.

Þar til gervigreindin tekur alfarið við munu landverðir fylgjast með og innheimta með posa. Skokkhópurinn verður með opinn blaðamannafund um tilraunina kl 17.00 í dag.
Þingvellir