Öryggisæfing í Silfru
Í gær og fyrradag voru haldnar öryggisæfingar við Silfru með starfsfólki þjóðgarðsins. Höskuldur Friðriksson sjúkraflutningamaður frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem hefur staðið vaktina í þjóðgarðinum undanfarið, leiddi æfinguna.
Starfsfólk æfir hér hjartahnoð, blástur og uppsetningu hjartastuðtækis.
Þingvellir Þjóðgarður
Sjúkraflutningamaður sýndi barkaþræðingu. Lögð var áhersla á það á æfingunni að starfsfólk héldi áfram fyrstu hjálp þó sjúkraflutningamaður væri "kominn" á staðinn.
Þingvellir Þjóðgarður
Höskuldur Friðriksson sjúkraflutningamaður frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands stýrði æfingunni við Silfru. Höskuldur er margreyndur í starfi og þjóðgarðurinn hefur verið heppinn að njóta krafta hans undanfarin ár í eftirliti og viðbrögðum.
Þingvellir Þjóðgarður