Opnunartímar um jól og áramót

Opnunartími

Opnunartími á við um upplýsingaborð gestastofu og þjónustumiðstöðvar þjóðgarðsins.

Opnunartímar upplýsingaborðs gestastofu og þjónustumiðstöðvar stýrist þó af viðveru starfsfólk. Þar sem það eru hátíðir skerðist opnunartími ögn: 

24. desember 09:00 - 12:00 
25. desember 10:00 - 15:00
26. desember - 30. desember 09:00 - 17:00
31. desember 09:00 - 15:00
01. Janúar 10:00 - 16:00


 

Þjóðgarðurinn öllum opinn ávalt.

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er alltaf opinn öllum svo lengi sem fært er á staðinn. Á staðnum eru fjölmargar gönguleiðir sem eru þó misfærar, við mælum með notkun góðs skóbúnaðar og brodda á skóna í hálku- og vetrartíð.

Gönguleiðir frá bílastæðum við Hakið (P1), Þingplan neðan Öxarárfoss (P2) og við Valhöll (P5) eru flestar ruddar eins og hægt er. Aðrar leiðir eins og upp að Öxarárfossi, inn Langastíg eða inn að hraunbýlum eru ekki ruddar.

Messuhald verður um hátíðirnar bæði jóla- og nýársdag sjá nánar undir viðburðum þjóðgarðins. 

Rutt í fyrra

Verktakar stóðu í ströngu við ruðning í fyrra. Ófærðin byrjar snemma á þessu ári. Jólin verða þó hvít.

Handblásari í notkun um daginn

Þjóðgarðurinn er vel búinn búnaði til að ryðja snjó. Búast má þó við að allt taki sinn tíma næstu daga.