Göngubrýr lokaðar
20.11.2024
Lokað svæði er sýnt rautt
Göngubrýrnar yfir Öxará eru nú lokaðar vegna krapaflóða í ánni. Áin ryður áfram klakabrynju sem myndast hefur síðastliðna kuldadaga. Öflugur norðangarinn ýtir svo ísnum yfir árbakkanna upp á land og yfir göngustíginn. Ennfremur virðist áin hafa leitað í eldri farveg meðfram hallanum og grafið þar smá skurð milli klakabrynjanna. Ísinn getur verið misþykkur og vatn rennur undir.
Fyrir vikið er ófært yfir brýrnar sökum íss.
Gömul árleið
Hér virðist áin hafa ratað nokkurn veginn í gömlan árbakkann nær Lögbergshallinum. Hún hefur ennfremur grafið smá skurð í klakabrynjuna sem gerir það nær ófært að komast á milli.
Þingvellir
Ísilagðir vellirnir
Áin hefur þrýst klakanum sem myndast hefur undanfarna daga upp yfir árbakkanna og yfir göngustíginn.
Þingvellir
Fylgjum skiltunum
Það er ekki mælt með að fara þessa leið vegna ís og krapa
Þingvellir