Öryggisráð frá Sturlungaöld
28.12.2023
Órækja Snorrason notaðist við skóbroda til að geta sótt að Gissuri við Skálholt 2. janúar 1242. Þannig varðist Órækja hálkunni sem Gissur hafði framkallað með því að skvetta vatni á svæðið daginn áður. Þó okkur hugnist ekki þessi vígahugur Órækju svona yfir helstu hátíðisdagana þá má hrósa honum fyrir að hugsa um eigið öryggið.
Við hér á Þingvöllum ryðjum snjó og hálkuverjum í og við byggingar þjóðgarðsins, niður Almannagjá og heim að Þingvallakirkju. Þó er alltaf gott að hafa meðferðist brodda til að auka eigið öryggi og gera t.d. ferð upp á Öxarárfossi eða aðrar gönguleiðir fýsilegri.
Við minnum einnig á að fennt hefur yfir sumar gjár. Við reynum að minna á hættuna við helstu staði en gjárnar eru þó fleiri en 50 að tölu og besta ráðið er að halda sig á göngustígum.
Mælt með mannbroddum
Þingvellir
Huldar hættur
Víða sést ekki eða illa í gjár. Við mælum með að halda sér á stígum.
Þingvellir þjóðgarður
Aftur þó að Órækju, því áður en hann koma að Skálholti hafði hann herjað á Reykholt í Borgarfirði, safnaði svo 500 mann liði og reið yfir Gagnheiði til Þingvalla þar sem hann hafði næturgistingu. Þaðan fór hann svo í aðför sína að Gissuri að Skálholti.
Sturlungu má nálgast í öllum betri bókabóðum en einnig á rafbókarvefnum.