Fjallað um gjár í fréttum
Ríkisútvarpið og fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 tóku Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörð tali vegna fréttar þjóðgarðsins um huldar og hættulegar gjár í þjóðgarðinum.
Einar útlistaði fór í viðtölunum vel yfir þær hættur sem geta skapast þegar snjór hefur hulið gjár. Þingvellir eru sigdalur og fyrir vikið heilmikið sprungusvæði. Fjölmörg örnefni gjáa vísa í ýmsar þekktar og lítt þekktar gjár en svo eru aðra til sem bera engin sérstök þekkt örnefni.
Brýnt er fyrir gestum að halda sig við þær gönguleiðir sem eru þekktar í þjóðgarðinum og nú í vetrartíð ruddar.
Atvikið er þó einnig áminning til þjóðgarðsins að ávalt má huga betur að miðlun um ýmsar þær hættur sem geta skapast á ólíkum árstíðum. Það er eilífðar verkefni þar sem verður notast við fjölbreyttar leiðir til að ná til sem flestra.
Gjáin var alveg hulin snjó og sást því ekki áður en gesturinn datt ofan í.
Þingvellir Þjóðgarður