Lokanir 28. október á Þingvöllum

Vegna fundar forsætisráðherra Norðurlandanna verða verulegar takmarkanir á umferð ökutækja og hjólandi vegfarenda um Þingvelli mánudaginn 28. október. Þá verður öll umferð gangandi vegfarenda bönnuð niður á vinsælustu staði þjóðgarðsins; Almannagjá, Lögberg, Öxarárfoss, Silfra og Þingvallakirkja. Ennfremur verður gestastofa þjóðgarðsins á Haki lokuð. 

Þjónustumiðstöð á Leirum verður opin en Vallavegur, 361, frá þjónustumiðstöð verður lokaður. Öll umferð um Þinghelgi verður óheimil, auk þess sem aðkoma að Haki og Silfru verða lokuð.


Lokanir taka gildi kl. 07:00 mánudaginn 28. október og gilda til miðnættis.

Fyrirspurnum vegna lokana er best að senda til Lögreglunnar á Suðurlandi

Veglokun í þinghelgi

Eftirfarandi vegir verða lokaðir; 361, 362 og 3834. Síðastnefndi vegurinn liggur að gestastofu á Haki og verður hún lokuð mánudaginn 28. október. 

Sigdaldur - veglokanir

Lokað verður frá Lyngdalsheiði og vestur í átt að Reykjavík.