Laus tímabundin störf á Þingvöllum
Tímabundin störf við landvörslu - þjóðgarðurinn á Þingvöllum
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum auglýsir eftir landvörðum. Störf landvarða hjá þjóðgarðinum á Þingvöllum eru fjölbreytt, skemmtileg og krefjandi. Um er að ræða starf frá 02. janúar til 15. maí 2023, með möguleika á framlengingu. Um vaktavinnu er að ræða og er starfsmönnum ekið til vinnu frá fyrirfram ákveðnum stöðum innan höfuðborgarsvæðisins.
Ráðningin fer í gegnum Starfatorg, smellið hér fyrir frekari upplýsingar
Fyrirspurnir um starfið berast á
Jóna Kolbrún Sigurjónsdóttir - jona@thingvellir.is
Fanney Einarsdóttir - fanney@thingvellir.is
Helstu verkefni og ábyrgð
Starf við landvörslu felst m.a. í eftirliti með náttúru og umhverfi Þingvalla, umgengni, veiði, tjaldsvæðum og þjónustu við ferðamenn. Landverðir sjá um fræðslu, upplýsingagjöf og móttöku gesta, sinna léttu viðhaldi á innviðum, þrifum, upplýsingagjöf í þjónustumiðstöð og gestastofu á Haki ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.