Landlíkanið komið aftur

Landlíkanið

Yfir vetrartímann er landlíkanið geymt innandyra í gestastofu þjóðgarðsins á Þingvöllum

Landlíkanið á Þingvöllum sýnir svæðið frá Reykjavík í vestri, norður fyrir Langjökul, austur að Gullfossi og vesturhluta suðurstrandarinnar. Líkanið var gert skömmu eftir aldamót af Sigurði Halldórssyni hjá Módelsmíði ehf. Reglulega er það sent í viðhald til Sigurðar í Módelsmíði enda hafa bæðið vindar og veður áhrif á áferð þess.

Hefur það nýst mjög vel þegar tekið er á móti hópum og er það jafnan vinsælt hjá leiðsögumönnum. Með því er hægt að útskýra með góðu móti helstu reiðleiðir þeirra sem ferðust til þings ár hvert, vatnasvið Þingvallavatns og jarðfræði sigdalsins á Þingvöllum.