Kárastaðastígur lokaður maí

Lokun á korti

Fjölmargar gönguleiðir eru á Þingvöllum en þó einungis ein frá gestastofunni á Haki. Sú leið verður lokuð frá 18:00 - 23:00 alla daga fram til loka maí. 

Göngustígurinn sem liggur ofan frá útsýnispallinum á Haki niður í Almannagjá verður lokaður milli 18:00 - 23:00 fram til loka maí.
Verið er að vinna í að skipta út bitum á göngubrúnni og er viðgerðin orðin vel tímabær.
Einungis er um að ræða örlítinn hluta göngustígarins í Almannagjá.

Vonum að þetta valdi ekki of mikilli truflun. Hér má svo nálgast gönguleiðakort af Þingvöllum

Kárastaðastígur

Verið er að vinna í þessari göngubrú en viðurinn í brúnni er orðinn nokkuð þreyttur eftir ágang síðasta áratuginn.