Hjólreiðakeppni Tinds
Það er vert að benda á að hjólreiðakeppni Tinds, Castelli Classic RR, fer fram innan þjóðgarðs 6. ágúst næstkomandi. Keppnin hefst klukkan 09:00 og verður til 15:00.
Einhver truflun verður á umferð.
Lokað verður fyrir umferð til austurs á Vallavegi (361) eftir gatnamót Valhallarvegar (363). Er þetta gert til að bílar komi ekki gegnt keppendum á þeim þrönga vegi. Allir komast þó leiðar sinnar til Silfru og að bílastæði P5.
Rás og endamark verða við tjaldstæðið á Syðri-Leirum. Keppendur hjóla austur eftir Þingvallavegi 36 að gatnamótum við Vallaveg 361 og þá til vesturs að gatnamótum við Valhallarveg 363 og þá til norðurs að gatnamótum Vallavegar og Þingvallavegar 36/361/550.
Utanumhald og vegstýring verður í höndum Tinds hjólreiðafélags sem hefur fengið til þess þar til bært leyfi frá Vegagerðinni.
Hjólaleið keppenda er sýnd með rauðu. Ekki verður heimilt að keyra austur eftir vegi 361 frá Valhallarafleggjara (363).
Lokað verður fyrir umferð til austurs á Vallavegi (361) eftir gatnamót Valhallarvegar (363). Er þetta gert til að bílar komi ekki gegnt keppendum á þeim þrönga vegi. Allir komast þó leiðar sinnar til Silfru og að bílastæði P5.
Rás og endamark verða við tjaldstæðið á Syðri-Leirum. Keppendur hjóla austur eftir Þingvallavegi 36 að gatnamótum við Vallaveg 361 og þá til vesturs að gatnamótum við Valhallarveg 363 og þá til norðurs að gatnamótum Vallavegar og Þingvallavegar 36/361/550.
Utanumhald og vegstýring verður í höndum Tinds hjólreiðafélags sem hefur fengið til þess þar til bært leyfi frá Vegagerðinni.
Bílastæði fyrir keppendur og aðstandendur verður við Fögrubrekku og Syðri-Leirar.