Hjólakeppni Tinds á Þingvöllum 24. júní
Á Þingvöllum laugardaginn 24. júní klukkan 17:00 hefst Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum.
Ræsing verður við veg 550 nærri þjónustumiðstöðinni á Leirum og hjólað þaðan inn á veg 36. Endamark verður við Syðri- Leirar rétt sunnan við þjónustumiðstöðina.
Flestir hópar ræsa klukkan 17:00 og 17:15 en Elite og U23 karla ræsa klukkan 18:30.
Búast má við einhverjum töfum á umferð af þessum sökum en tímasetning var ákveðin út frá því að valda sem minnstri truflun.
Keppt verður annarsvegar í 100 km braut sem nær suður í Grafning þaðan til baka við sunnanvert vatnið.
Einnig verður keppt í Þingvallahring sem nær austur að Gjábakka svo vestur meðfram norðurströnd Þingvallavatns (vegur 361). Misjafnt er hvað marga hringi hópar taka. Hér getur umferð austur eftir vegi 361 verið stýrt til að auka öryggi keppenda.
Ítarlegar upplýsingar má nálgast á skráningarsíðunni.
Keppt verður í mismunandi flokkum einn flokkurinn er 17 km Þingvallahringur. Umferð til austurs eftir vegi 361 meðfram norðurströnd Þingvallavatns verður stýrt til að tryggja öryggi keppenda.
Stærri hringurinn er 100 km +. Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitsemi.
Rásmark er við veg 550 rétt vestan við þjónustumiðstöð en endamark við Syðri-Leirar sunnan við Þjónustumiðstöð.