Gul veðurviðvörun 31.01

Gul veðurviðvörun Veðurstofunnar

Veðurstofa Íslands hefur gefið út enn eina veðurviðvörunina.

Veðurstofa Íslands hefur gefið út veðurviðvörun fyrir seinnipart morgundagsins. Búast má við talsverðum vindi ásamt ofankomu. Skafrenningur og þæfingur getur myndast á vegum. Veðurfarið getur haft áhrif á opnunartíma gestastofu þjóðgarðsins.

Förum með hægð og hugum að eigin öryggi. Fylgjumst með færð og veðri á eftirfarandi síðum:

www.vedur.is 
www.vegagerdin.is 
www.safetravel.is