Gul veðurviðvörun annan febrúar

Við fáum af því fréttir að yfir okkur vofir enn ein lægðin. Gul veðurviðvörun hefur tekið gildi. Getur veðurhamurinn haft áhrif á færð innanbæjar en ekki síst á fjallvegum og heiðum. Ef með veðrinu kemur mikil ofankoma eða skafrenningur getur slíkt haft áhrif á opnun gestastofu og þjónustumiðstöðvar á Þingvöllum. 

Förum með hægð og hugum að eigin öryggi. Fylgjumst með færð og veðri á eftirfarandi síðum:

www.vedur.is 
www.vegagerdin.is 
www.safetravel.is 

Gul veðurviðvörun annan febrúar

Landið allt gult en þetta á að taka fljótt af hér á suðvesturhorni landsins.