Gönguskíðabraut endurnýjuð

Gönguskíðabraut sem troðin var fjórða janúar hefur verið endurnýjuð, skóf nokkuð í leiðina á mánudaginn og er því enn nokkuð um harða kafla þó troðið hafi verið núna.

Leiðin er enn einbreið enda býður breidd göngustíga ekki upp á annað. Einstaka skaflar eru á brautinni og gott er að fara varlega í og við gjár.
Upphafsstaður er við Vallakrók gegnt Furulundi eða við bílastæði merkt P2 neðan við Öxarárfoss. Leið liggur austur yfir Vallagjá og áfram yfir veg 361 í átt að Skógarkoti (2 km).
Þegar komið er að Skógarkoti kvíslast leiðin: 

   1. Hrauntún (3 km). Hægt er að fara norður í átt að Hrauntúni. Leiðin er um 3 km að lengd. Á einum stað er farið yfir þjóðveg 36 og gott að hafa varann á. Þá er haldið áfram eftir brautinni að eyðibýlinu Hrauntún. Þegar þangað er komið þarf að snúa við.

    2. Tjarnir (2 km). Þessi leið er erfiðari þar sem ekki var troðið aftur í þau spor.
        Haldið er austur að Tjörnum sem eru rétt við norðausturhluta Þingvallavatns. Frá Tjörnum er mælt með          því að fara til baka. Spor voru troðin meðfram Vallavegi 361 austur að Flosagjá/Peningagjá en þau hafa          spillst vegna aksturs bifreiða. 

Hægt er að nálgast kort hér í pdf formi.
Góða skemmtun.
Gönguskíðakort

Hér er hægt að sjá leiðina sem troðin er, allt nema meðfram Vallavegi enda það spor ekki endurnýjað.

Gönguskíði á spori