Gönguskíðabraut 03.01.2025
03.01.2025
Gönguskíðabraut verður troðin fyrir hádegi í dag, 3. janúar 2025. Fallegur fönn hefur fallið og fínasta frost er í kortunum svo leiðin ætti að halda sér næstu daga þó eitthvað gæti blásið í þær.
Leiðin er einbreið enda býður breidd göngustíga ekki upp á annað. Einstaka skaflar geta myndast á brautinni og gott er að fara varlega í og við gjár.
Leiðin er einbreið enda býður breidd göngustíga ekki upp á annað. Einstaka skaflar geta myndast á brautinni og gott er að fara varlega í og við gjár.
Upphafspunktur er við Vallakrók gegnt Furulundi eða við bílastæði merkt P2 neðan við Öxarárfoss. Leið liggur austur yfir Vallagjá og áfram yfir veg 361 í átt að Skógarkoti (2 km).
Þegar komið er að Skógarkoti kvíslast leiðin:
1. Hrauntún (3 km). Hægt er að fara norður í átt að Hrauntúni. Leiðin er um 3 km að lengd. Á einum stað er farið yfir þjóðveg 36 og gott er að hafa varann á vegna aðvífandi umferðar. Þá er haldið áfram eftir brautinni að eyðibýlinu Hrauntúni. Hingað nær troðin leiðin ei lengra og hægt er snúa við eftir að náttúrunnar hefur verið notið.
2. Tjarnir (2 km). Haldið er austur að Tjörnum sem eru rétt við norðausturhluta Þingvallavatns. Frá Tjörnum er mælt með því að fara sömu leið til baka. Ekki hafa verið troðin spor meðfram Vallavegi (361) en þó láta sumir sig hafa það og fara þá eftir bílförum sem þar eru, fram hjá Silfru og þaðan áleiðis að Vallakróki.
2. Tjarnir (2 km). Haldið er austur að Tjörnum sem eru rétt við norðausturhluta Þingvallavatns. Frá Tjörnum er mælt með því að fara sömu leið til baka. Ekki hafa verið troðin spor meðfram Vallavegi (361) en þó láta sumir sig hafa það og fara þá eftir bílförum sem þar eru, fram hjá Silfru og þaðan áleiðis að Vallakróki.
Góða skemmtun.
Gönguskíðabraut troðin 3. janúar.
Mælt er með því að ferðast eftir brautum sem troðnar hafa verið því gjár leynast víða.