Gæsafréttir

Gæsir til Þingvalla

Árlegur vorboði er koma gæsa til Þingvalla. Um og eftir mánaðarmótin fer að örla á gæsaungum gestum og gangandi til gleði. Hér hafa þær nóg að bíta og brenna enda sést það á einstaka stöðum á snöggum grastoppum. 

Arnór Þórir Sigfússon hefur ásamt Verkís og fleiri aðilum sinnt því verkefni að setja gps sendi á gæsirnar. Með því er hægt að sjá ferðir þeirra til og frá Íslandi. Gæsirnar hafa vetursetu í og við norðurstrendur Skotlands en byrja svo að fljúga aftur "heim" í febrúar og mars. 

Mjög fróðleg skrif Arnórs Þóris má sjá á facebook síðu hans. Þar rekur hann ferðir Þingvallagassans Stefnis til og frá Skotlandi.