Sumarið að hefjast
09.05.2022
Sumarstarfsfólk til starfa
Nú tínist inn sumarstarfsfólk í þjóðgarðinn á Þingvöllum. Fjöldi gesta til Þingvalla hefur verið þó nokkur í vetur og ekkert lát á. Engin vanþörf er því á fleiri höndum til að halda til að halda staðnum okkur til sóma.
Verkefnin eru fjölbreytt en þau ná frá léttu viðhaldi, stikun göngustíga, klippa úr reiðleiðum, aðstoð við fimmtudagsgöngur, halda sjálf fræðslugöngur og svara þeim fjölmörgu spurningum sem koma inn á upplýsingaborð.