Stór ferðaþjónustudagurinn tekinn saman

Á Ferðaþjónustudeginum 2024, sem haldinn var í samstarfi SAF, Ferðamálastofu, Umhverfisstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs og Þingvallaþjóðgarðs, var fjallað um álagsstýringu á fjölsóttum ferðamannastöðum og sjónum beint að áskorunum og reynslu hér á landi sem erlendis og samtali stjórnvalda og fyrirtækja í ferðaþjónustu um þetta mikilvæga viðfangsefni. Þá var jafnframt horft til nýsamþykktrar ferðamálastefnu í þessu samhengi sem leggur áherslu á þrjár víddir sjálfbærnihugtaksins – efnahag, samfélag og umhverfi.

 

Fjölmargir aðilar héldu erindi og kynningar á Ferðaþjónustudeginum í Hörpu, mánudaginn 7. október. Nú er komin samantektarsíða þar sem allir áhugasamir geta nálgast það sem sagt var. 
Dagskrá Ferðaþjónustudagsins 2024 - saf.is