Öryggismál þjóðgarðsins rædd
Fulltrúar lögreglunnar á Suðurlandi, sérsveitar ríkislögreglustjóra og sjúkraflutninga HSU áttu góðan fund í vikunni sem leið með þjóðgarðsverði og samstarfsfólki á Þingvöllum.
Slíkir fundir hafa verið haldnir öðru hvoru til að fara yfir viðbragð í þjóðgarðinum og kynna viðbragðsaðilum starfsemi og umfang þjóðgarðsins.
Einnig var rætt um þann búnað sem er til í þjóðgarðinum og mismunandi aðstæður sem geta komið upp á svo fjölmennum ferðamannastað.
Á undanförnum árum hefur aukin áhersla verið lögð á öryggismál, þjálfun og viðbrögð starfsfólks þjóðgarðsins. Einnig er til staðar sjúkraflutningamaður á vegum HSU á dagvakt alla daga i þjóðgarðinum sem styttir viðbragðstíma mikið.
Ekki náðust allir fundargestir á mynd en hér eru fulltrúar lögreglu og almannavarna Suðurlands ásamt þjóðgarðsverði.
Þingvellir Þjóðgarður