Deiliskipulag til umsagnar

Í skipulagsgátt er til umsagnar tillaga að nýju deiliskipulagi ásamt óverulegri breytingu á núverandi deiliskipulagi sem tekur til Þjóðgarðsins á Þingvöllum.

Deiliskipulagið felur í sér að skilgreina fyrirkomulag vega, bílastæða, útivistar- og almenningssvæða, göngustíga og gangstétta ásamt mögulegri uppbyggingu svæðisins til framtíðar.

Skipulagssvæðið er gróflega frá gestastofu á Haki að þjónumiðstöð á Leirum þar sem umferð ferðamanna er mest. Vakin er athygli á framlengdum fresti til umsagnar til 24.janúar næstkomandi. Tillöguna má nálgast hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/837