Brunavarnir í Árnessýslu kíkja í heimsókn
Í dag komu tveir slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu til að kynna sér stígakerfi þjóðgarðsins og athuga vatnstökustaði sem nota má til vatnsöflunar ef útkall verður. Þeir höfðu meðferðis farartæki sem er sérstaklega útbúið til að takast á við elda í gróðri og með dælur til að sækja vatn á vettvangi. Búnaðurinn var athugaður á mismunandi stöðum meðal annars nyrst í Vallagjá.
Jóna Kolbrún starfsmaður þjóðgarðsins ásamt meðlimum úr Brunavörnum Árnessýslu
Einar Á. E. Sæmundsen tók mynd.
Á undanförnum hefur aukin áhersla verið lögð á öryggismál í þjóðgarðinum á Þingvöllum.
Nýlega var undirrituð viðbragðsáætlun vegna gróðurelda sem unnin var í vetur af Sveini Kristjáni Rúnarssyni hjá Verkfræðistofunni Verkís í góðri samvinnu við starfsfólk þjóðgarðsins. Í áætluninni eru skilgreindir ferlar, viðbrögð starfsmanna við gróðureldum, samskipti og samstarf við Brunarvarnir Árnessýslu, almannavarnir og lögreglu.
Prófað var keyra eftir stígum þjóðgarðsins og dæla vatni úr gjám.
Einar Á. E. Sæmundsen tók mynd
Þjóðgarðurinn er í dag bæði útbúinn ýmsum brunavarnarbúnaði meðal annars gróðurklöppum, og nokkrum 20 lítra bakpokum sem fylltir eru með sápukenndu vatni til að slökkva elda. Fyrstu viðbrögð við gróðurelda skipta miklu máli en útkallstími slökkviliðs til Þingvalla getur verið 30-40 mínútur.
Veðurfar vorsins og byrjun sumarsins hefur þó verið mjög hagstætt m.t.t brunahættu í gróðri en rigningar og raki hefur verið töluverður og því gróður ekki náð að þorna lengi.