Áminning um umferðarstýringu við Hakið
Í vor hóf þjóðgarðuinn á Þingvöllum virka stýringu inn á bílastæðið sem liggur að gestastofunni á Haki. Greint var betur á milli hópbifreiða sem taka yfir 20 farþega, minni hópbifreiða, undir 20, og síðan almennra bifreiða.
Sett voru upp skilti ásamt að starfsmaður er til staðar að fylgja stýringu eftir lungann úr deginum. Í grunninn er þetta samstarfsverkefni til að tryggja betur umferðarflæði og öryggi á bílastæðum. Í meginatriðum hefur þetta gengið mjög vel og yfirgæfandi hluti bílstjóra, leiðsögumanna sem og annara gesta ánægðir með fyrirkomulagið. Það hefur þó aðeins reynt á þetta undanfarið og einhverjir viljað spara gestum sínum sporið sem er bagalegt þar sem það brýtur upp allt skipulagið.
Hugmyndin með að hafa stæðið næst gestastofunni tekið frá fyrir hópbifreiðar þar sem rútubílstjóri er eftir í bifreiðinni til að geta liðkað fyrir á stæðinu ef stefnir í óefni.
Hér er því árétting á skipulaginu sem gildir til 15. september yfir hábjargræðistímann.
Hér má sjá heildarmynd yfir mest heimsótta svæðið og umferðarstýringu.
Hér má sjá hvernig þjóðgarðurinn sér fyrir sér að umferðin sé skipulögð á Haki fram til 15. september.
Stórar rútur, 20+, leggja næst gestastofu (svartur hringur), minni ferðaþjónustubílar á fjólublátt svæði og almennir bílar á rautt svæði.