Fjallkonan snýr aftur

Fjallkonan snýr aftur

Eitt af atriðum hátíðarhaldanna var að endurgera flutning fjallkonunnar á fjallkonuræðunni frá 17. júní 1944. Þannig var mál með vexti að vegna veðurs fór sá flutningur aldrei fram. Kristjana Milla Thorsteinsson barnabarn Hannesar Hafsteins fyrsta ráðherra Íslands, var valin sem fyrsta fjallkonan. Var hún tilbúin og fullklædd í fjallkonuskrúðan. Var Milla keyrð í bíl sem beið í Almannagjá eftir að vera kölluð til en úr varð ekki eins og áður segir vegna veðurs. Sjálf sagði Milla síðar að hún hefði alveg verið tilbúin í flutninginn og voru ýmsar kvenfélagskonur ekki sáttar við fjarveru einu konunnar sem hafði eitthvað hlutverk á lýðveldisstofnun Íslands. 

Leikkonan Edda Björg Eyjólfsdóttir steig þann 16. júní í spor Millu á Þingvöllum í ár og flutti ljóð Guðmundar Böðvarssonar "Í tilefni dagsins", sama ljóð og Kristjönu hafði verið falið að flytja

Fjallkonan snýr aftur

Sillapals Fornbill 1
Sillapals Fornbill 2
Sillapals Fjallkonan5
Sillapals Fjallkonan
Sillapals Fjallkonan6
Sillapals Fjallkonan4
Sillapals Fjallkonan8

Fjallkonan snýr aftur - fornbíll

Fenginn var fornbíl að láni og keyrði hann upp Almannagjá með Eddu Björg í hlutverki fjallkonunnar.

Fjallkonan snýr aftur

Bílstjóri og fjallkonan áður en stigið var út. Mynd: Mirror Rose

Fjallkonan snýr aftur - Forseti Íslands

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson leiddi fjallkonuna úr bílnum og upp á Lögberg.

Fjallkonan við Lögberg

Fjallkonan við Lögberg þar sem flutt var kvæði sem Kristjana Milla átti flytja "Í tilefni dagsins eftir Guðmund Böðvarsson.

Fjallkonan snýr aftur

Edda Björg Eyjólfsdóttir var stórglæsileg í hlutverki fjallkonunnar.

Fjallkonan snýr aftur

Það voru fleiri sem komu í sínum eigin fjallkonubúningi og var Almannagjá um tíma mjög skrautleg.

Fólk dreif að fjallkonunni í myndatökum. Hvatt hafði verið til að klæða sig í peysuföt og aðra þjóðlega búninga og urðu margar konur við því.

Fjallkonan snýr aftur

1944 - Í tilefni dagsins

I.

Sjá risinn okkar unga dag,

er engan leyfis spyr,

hann streymir eins og sólskinssær,

 hann syngur eins og skógarblær

um efsta brattans blásna drag,

um bláar fjarðardyr.

 

Ei dagur fyrr af djúpum steig

með dýrra hlað um brá:

Nú rætist eftir aldabið

vor ósk um líf, vor bæn um frið:

Við leggjum frjálsir frelsissveig

um fjöll vor, hvít og blá.

 

Við þreyttum fyrrum fangbrögð hörð

við forlög öfugstreym.

Þá vöktu hetjur hrjáðan lýð

og hófu ’ið langa frelsisstríð.

Þær féllu sinni fósturjörð.

– Guðs friður sé með þeim.

 

Og enn mun straumur strandir slá

og stormur blása um sand.

Þá reynist, hversu er heilt vort verk

og hvað vor ást er djúp og sterk.

– En meðan Frónið fólk sitt á,

á fólkið sjálft sitt land.

 

II.

Hver breiddi á veg þinn vorsins glit,

um vöggu þína bjó?

Þín móðir, ó, þú íslensk sál,

hún innti þér sín leyndarmál

og söng þér draumsins silfurþyt

í sínum birkiskóg.

 

Hún hló þér, barni, og bar þig inn

í blómaríki sín. –

Og vit, að hvar sem fley þitt fer,

í fortíð hennar rót þín er,

að hennar sæmd er heiður þinn

og hennar framtíð þín.

 

Skín himinsól á hennar snæ

og hennar rósarblað

og drag þó rún í hverja hlíð,

að hún sé frjáls um alla tíð.

Ó, hefjið, bárur, söng á sæ

og segið henni það.

 

Og far þú heiti, hraði blær

um hauðrið íss og bóls

og hrópa djarft við hamra-strönd,

við heiðarbrún og jökulrönd —

og hvísla milt við mjúkan reyr:

Ó, móðir, þú ert frjáls!

Höfundur: Guðmundur Böðvarsson