Fjallkonan snýr aftur
Eitt af atriðum hátíðarhaldanna var að endurgera flutning fjallkonunnar á fjallkonuræðunni frá 17. júní 1944. Þannig var mál með vexti að vegna veðurs fór sá flutningur aldrei fram. Kristjana Milla Thorsteinsson barnabarn Hannesar Hafsteins fyrsta ráðherra Íslands, var valin sem fyrsta fjallkonan. Var hún tilbúin og fullklædd í fjallkonuskrúðan. Var Milla keyrð í bíl sem beið í Almannagjá eftir að vera kölluð til en úr varð ekki eins og áður segir vegna veðurs. Sjálf sagði Milla síðar að hún hefði alveg verið tilbúin í flutninginn og voru ýmsar kvenfélagskonur ekki sáttar við fjarveru einu konunnar sem hafði eitthvað hlutverk á lýðveldisstofnun Íslands.
Leikkonan Edda Björg Eyjólfsdóttir steig þann 16. júní í spor Millu á Þingvöllum í ár og flutti ljóð Guðmundar Böðvarssonar "Í tilefni dagsins", sama ljóð og Kristjönu hafði verið falið að flytja