80 ára lýðveldisafmæli myndir

Loftmynd af þinghelginni frá lýðveldishátíðinni 2024. Fólksfjöldi, hátíðartjöld og Þingvallakirkja

Þingvellir skörtuðu sínu allra besta á lýðveldishátiðinni dagana 15 - 16. júní.

Dagana 15-16. júní var haldin hátíð í tilefni 80 ára lýðveldisafmæli Íslands. Þann 17. júní 1944 var lýðveldið Íslands stofnað og fyrsti forseti Íslands kosinn. Yfir árið voru fjölmargir viðburðir sem tengdust lýðveldisstofnuninni eins og kórsöngur, fræðslugöngur, fornleifaskóli og fleira. Hátíðarhöldin náðu hámarki 16. júní með útitónleikum á staðnum þar sem Valhöll áður stóð.