80 ára lýðveldisafmæli myndir
![Loftmynd af þinghelginni frá lýðveldishátíðinni 2024. Fólksfjöldi, hátíðartjöld og Þingvallakirkja](/media/3ycbq5sv/gunnar_droni_1.jpg?width=370&height=315&rnd=133830766477130000)
Þingvellir skörtuðu sínu allra besta á lýðveldishátiðinni dagana 15 - 16. júní.
Dagana 15-16. júní var haldin hátíð í tilefni 80 ára lýðveldisafmæli Íslands. Þann 17. júní 1944 var lýðveldið Íslands stofnað og fyrsti forseti Íslands kosinn. Yfir árið voru fjölmargir viðburðir sem tengdust lýðveldisstofnuninni eins og kórsöngur, fræðslugöngur, fornleifaskóli og fleira. Hátíðarhöldin náðu hámarki 16. júní með útitónleikum á staðnum þar sem Valhöll áður stóð.
![Sillapals Raddbandafelagid3](/media/wl3bo5dj/sillapals_raddbandafelagid3.jpg?width=314&height=228&rnd=133773770588430000)
Svipmyndir frá 15 - 16. júní
Matarvagnahátíð á Þingvöllum dróg margan manninn á staðinn.
![Hópur fólks hlustar á Valdimar á Valhallarreit, p5](/media/b5xattci/sillapals_valdimar3.jpg?width=314&height=228&rnd=133830803142400000)
Útitónleikar
Landsþekktir tónlistarmenn spiluðu fyrir áhorfendur.
![Edda Björg fjallkona og Svana Björg Eiríksdóttir í peysufötum standa við Lögberg í Almannagjá. Hópur fólks í kringum þau](/media/qtjpczzj/sillapals_fjallkonan8.jpg?width=314&height=228&rnd=133831385898670000)
Fjallkonan snýr aftur
Fjallkonan snýr aftur var gjörningur sem var sérstaklega gerðu til að heiðra fyrstu fjallkonuna Kristjönu Millu Thorsteinsson.