Stangveiði

Stangveiði

Veiðitímabilið er frá 20.apríl til 15. september. Eingöngu er heimilt að veiða á flugu með flugustöng frá 20.apríl til 1.júní og skal öllum urriða sleppt á þeim tíma. Veiðibann er í Ólafsdrætti frá og með 1. júlí til 1.september vegna hrygningar kuðungableikjunnar.

Frá 1.júní er heimilt að nota flugu, spún og maðk sem agn við veiðar í Þingvallavatni, innan þjóðgarðsins á Þingvöllum. Notkun annars agns en hér greinir er alfarið óheimil.
Stangveiði má aðeins stunda frá landi og notkun hverskonar báta eða flota er bönnuð.

Dagsveiðileyfi kostar 2500 kr. fyrir manninn. Frítt er fyrir börn í fylgd með fullorðnum (kaupa þarf að minnsta kosti eitt leyfi).
Hægt er að kaupa dagsleyfi í þjónustumiðstöð á Leirum eða í vefverslun Veiðikortsins. 

Veiðikortið sem gildir fyrir allt sumarið kostar 9900 krónur og er hægt að kaupa það í öllum helstu veiðiverslunum eða á heimasíðu Veiðikortsins. Elli og örorkulífeyrisþegar fá veiðileyfi fyrir sumarið endurgjaldslaust í þjónustumiðstöð.

Helstu veiðistaðir eru í Vatnskoti, Vörðuvík, Öfugsnáði, Nes og Nautatangi, Vatnsvik og Hallvik.