Fullnaðarvottunin staðfestir að byggingin uppfyllir staðla um vistvæna hönnun samkvæmt alþjóðlega viðurkennda vottunarkerfinu BREEAM. Engar athugasemdir eða frávik komu fram og fékk Hakið þrjár stjörnur af fimm mögulegum og var endanlegt skor 59,9% - “Very Good" - eins og að var stefnt. EFLA þakkar Þjóðgarðinum á Þingvöllum og Framkvæmdasýslu ríkisins fyrir samstarfið og óskar þeim innilega til hamingju með vottunina. Í vottuninni er lagt mat á marga mismunandi þætti svo sem:
- Umhverfisstjórnun á byggingar- og rekstrartíma
- Góða innivist sem tekur m.a. til hljóðvistar, inniloftgæða og lýsingar
- Góða orkunýtni og vatnssparnað
- Val á umhverfisvænum byggingarefnum
- Úrgangsstjórnun á byggingar- og rekstrartíma
- Viðhaldi vistfræðilegra gæða nánasta umhverfis
- Lágmörkun ýmis konar mengunar frá byggingu t.d. er varðandi frárennsli og ljósmengun
Markmið BREEAM vistvottunar er að hanna og byggja byggingar sem hafa minni umhverfisáhrif, eru heilsusamlegri fyrir notendur og þurfa minna viðhald en hefðbundnar byggingar.
Nánar má lesa um úttetkinga í pdf skjali.