Gestastofa

Frá sýningunni Hjarta lands og þjóðar tekin af Magnúsi Elvari Jónssyni
Thingveliir Heartofanation Exhibition 8 Webminni
Thingveliir Heartofanation Exhibition 15 Webminni
Frá sýningunni Hjarta lands og þjóðar tekin af Magnúsi Elvari Jónssyni

Staðið á flekamótum

Þingvellir eru á hreyfingu, fáðu að vita meira.

Lögrétta

Flestar ákvarðanir um lög voru tekin í Lögréttu. Á gagnvirkan hátt geta gestir kallað fram upplýsingar um störf þingsins og reglur þess.

Grafðu eftir fornleifum

Skelltu þér í hlutverk fornleifafræðings og grafðu eftir fornleifum sem fundist hafa á Þingvöllum.

Staðið á flekaskilum

Upplifðu hvernig jarðskorpuflekarnir hafa áhrif á ris og sig Íslands.

Hjarta lands og þjóðar er gagnvirk upplifun um sögu og náttúru Þingvalla. Gestir geta fræðst um Alþingi til forna, breytta stjórnarhætti og fjölbreytt náttúruundur Þingvalla á fjölbreyttan hátt.

Gestastofan er staðfest við útsýnisskífuna á Hakinu, þar sem gengið er niður í Almannagjá. 

Í gestastofunni er staðsett gagnvirk upplifun um sögu og náttúru Þingvalla. Á auðveldan og fljótlegan hátt er hægt að kynnast Þingvöllum jafnvel þó veðrið sé ekki alltaf upp á hið besta. 

Gagnvirk sýningin er lærdómsrík um leið og hún gefur gestinum tækifæri á að upplifa Þingvelli til fortíðar. Kynningarmyndband um sýninguna má nálgast hér.

Opnunartímar

Júní - Október 09:00 - 18:00.

Nóvember - Maí 09:00 - 17:00.

Hátíðardagar um jól og áramót

  • 24. desember
    9:00 - 12:00
  • 25. desember
    10:00 - 15:00
  • 26. desember - 30. desember
    09:00 - 17:00
  • 31. desember
    09:00 - 15:00
  • 1. janúar
    10:00 - 17:00

Verð á sýningu

Fullorðnir 1200 kr.
Börn (17 ára og yngri) Frítt
Eldri borgarar 600 kr.
Öryrkjar Frítt
Hópar (10 +) 1000 kr. hver einstaklingur
Námsmenn (18+) 600 kr.
Þingvellir 1944

Ljósmyndasýningin Þingvellir 1944 sýnir myndir í samstarfi við ljósmyndasdeild Þjóðminjasafns Íslands. 

Þingvellir 1944

Ljósmyndasýningin 1944 er unnin í samstarfi Þjóðgarðsins á Þingvöllum og Þjóðminjasafns Íslands sem lagði til ljósmyndir í eigu safnsins.

Við hátíðlega athöfn þann 17. Júní 1944 var íslenska lýðveldið stofnað og fyrsti forseti Íslands, Sveinn Björnsson, kjörinn.

Í maí 1944 höfðu 97% atkvæðisbærra manna kosið í þjóðaratkvæðagreiðslu um að stofna lýðveldið Ísland. Þegar Ísland varð fullvalda 1918 voru flest málefni önnur en utanríkismál komin í hendur íslensku ríkisstjórnarinnar. Með hernámi Danmerkur 1940 varð konungi Íslands, Kristjáni X, ókleift að fara með það vald sem honum var fengið í stjórnarskránni. Var því konungsvaldið formlega flutt til Íslands.

Ákveðið  var að lýðveldisstofnunin skyldi fram fara á Þingvöllum „hvernig sem viðraði“. Var unnið hratt að skipulagi hátíðarinnar.  Á Völlunum austan við Öxarárfoss var komið fyrir tjaldstæðum og seldust ríflega 1500 tjaldleyfi. Leigubifreiðar, rútur og vörubifreiðar sem hentuðu til flutnings á fólki voru teknar leigutaki til að tryggja að sem flestir ættu greiðan leið til Þingvalla. Vegurinn yfir Mosfellsheiði var lagaður og brýr byggðar.  Palli  var komið fyrir upp við Lögbergshallann, þar sem alþingi var sett, og sviði fyrir sýningar á Völlunum.

Skipulagður var kórsöngur, íþróttasýningar, glíma og fleira til sýningarhalds.

Klukkan 14:00 var gildistaka stjórnarskrár íslenska lýðveldisins samþykkt, fáni Íslands dreginn að húni og kirkjuklukkur hringdu í tvær mínútur, barst ómur Íslandsklukkunnar um allt land með útvarpi.

 

 

Veðurbarðir

Gestir á lýðveldishátíðinni 17. júní 1944 þurftu að þola talsverðan vind og rigningu. Þó glittir víða í bros enda stundin ánægjuleg.

Velkomin til Þingvalla

Við förum í fótspor Gunnars Geirs Vigfússonar ljósmyndara sem hefur ljósmyndað komur erlendra þjóðarleiðtoga, gestgjafa þeirra og stórhátíðir á Þingvöllum í 50 ár.  

Velkomin til Þingvalla - tímabundin sýning

Í gangi inn af sýningunni okkar Hjarta lands og þjóðar sem staðsett er í gestastofu þjóðgarðsins er tímabundna ljósmyndasýningin Velkomin til Þingvalla. Hér fylgjum við eftir ferli ljósmyndarans Gunnars Geirs Vigfússonar sem nær yfir 50 ár. 

Gunnar hefur ljósmyndað þrjár stórhátíðir á staðnum, 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar, 50 ára afmæli lýðveldis og kristnitökuhátíðina.

Margrét Þórhildur

Fyrsta mynd Gunnars í tilefni opinberrar heimsóknar á Þingvöllum var koma Margrétar Þórhildar Danadrottningar árið 1973.

Af öðrum atburðum stendur upp úr heimsókn Jóhannesar Páls páfa II, Elísabetar II bretadrottningar og Jiang Zemin Kínaforseta og samþykkt Þingvalla á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna UNESCO árið 2004.

frú Vigdís Finnbogadóttir and Harald king of Norway

Ofan af Haki standa leiðtogarnir rétt við gjárbarma Almannagjár.

Á 50 árum hefur safnast í myndabanka Gunnars eftir því sem heimsóknum erlendra ráðamanna hefur undið fram. Sýningin er ferðalag um tímann þar sem umhverfi staðarins breytist lítið en ný andlit birtast á hverri mynd.

Red Dot viðurkenning

Sýningin „Hjarta lands og þjóðar“, sem staðsett er í gestastofu þjóðgarðsins á Þingvöllum hlaut tvenn Red Dot Design verðlun 2019. Sýningin fékk annarsvegar verðlaun fyrir „upplýsingahönnun” og hinsvegar fyrir „viðmótshönnun og notendaupplifun“. Sýningin hefur um 10 gagnvirkar stöðvar og býður hún upp á áhugaverða ferð í gegnum sögu Þingvalla og einstaka innsýn í náttúrufar staðarins þar sem öll skilningarvitin eru virkjuð.

Frá sýningunni Hjarta lands og þjóðar tekin af Magnúsi Elvari Jónssyni

Fullnaðarvottun BREEAM

Gestastofan á Haki hefur fullnaðarvottun BREEAM (Building Research Establishment Environmental Assessment Method). BREEAM er breskt umhverfisvottunarkerfi. Byggingin hefur fengið vottanir BREEAM bæði á hönnunartíma sem og eftir að byggingin reis.

Undraheimur Þingvallavatns.

Fullnaðarvottunin staðfestir að byggingin uppfyllir staðla um vistvæna hönnun samkvæmt alþjóðlega viðurkennda vottunarkerfinu BREEAM. Engar athugasemdir eða frávik komu fram og fékk Hakið þrjár stjörnur af fimm mögulegum og var endanlegt skor 59,9% - “Very Good" - eins og að var stefnt. EFLA þakkar Þjóðgarðinum á Þingvöllum og Framkvæmdasýslu ríkisins fyrir samstarfið og óskar þeim innilega til hamingju með vottunina. Í vottuninni er lagt mat á marga mismunandi þætti svo sem:

  • Umhverfisstjórnun á byggingar- og rekstrartíma
  • Góða innivist sem tekur m.a. til hljóðvistar, inniloftgæða og lýsingar
  • Góða orkunýtni og vatnssparnað
  • Val á umhverfisvænum byggingarefnum
  • Úrgangsstjórnun á byggingar- og rekstrartíma
  • Viðhaldi vistfræðilegra gæða nánasta umhverfis
  • Lágmörkun ýmis konar mengunar frá byggingu t.d. er varðandi frárennsli og ljósmengun

Markmið BREEAM vistvottunar er að hanna og byggja byggingar sem hafa minni umhverfisáhrif, eru heilsusamlegri fyrir notendur og þurfa minna viðhald en hefðbundnar byggingar.

Nánar má lesa um úttetkinga í pdf skjali.