Ljósmyndasýningin 1944 er unnin í samstarfi Þjóðgarðsins á Þingvöllum og Þjóðminjasafns Íslands sem lagði til ljósmyndir í eigu safnsins.
Við hátíðlega athöfn þann 17. Júní 1944 var íslenska lýðveldið stofnað og fyrsti forseti Íslands, Sveinn Björnsson, kjörinn.
Í maí 1944 höfðu 97% atkvæðisbærra manna kosið í þjóðaratkvæðagreiðslu um að stofna lýðveldið Ísland. Þegar Ísland varð fullvalda 1918 voru flest málefni önnur en utanríkismál komin í hendur íslensku ríkisstjórnarinnar. Með hernámi Danmerkur 1940 varð konungi Íslands, Kristjáni X, ókleift að fara með það vald sem honum var fengið í stjórnarskránni. Var því konungsvaldið formlega flutt til Íslands.
Ákveðið var að lýðveldisstofnunin skyldi fram fara á Þingvöllum „hvernig sem viðraði“. Var unnið hratt að skipulagi hátíðarinnar. Á Völlunum austan við Öxarárfoss var komið fyrir tjaldstæðum og seldust ríflega 1500 tjaldleyfi. Leigubifreiðar, rútur og vörubifreiðar sem hentuðu til flutnings á fólki voru teknar leigutaki til að tryggja að sem flestir ættu greiðan leið til Þingvalla. Vegurinn yfir Mosfellsheiði var lagaður og brýr byggðar. Palli var komið fyrir upp við Lögbergshallann, þar sem alþingi var sett, og sviði fyrir sýningar á Völlunum.
Skipulagður var kórsöngur, íþróttasýningar, glíma og fleira til sýningarhalds.
Klukkan 14:00 var gildistaka stjórnarskrár íslenska lýðveldisins samþykkt, fáni Íslands dreginn að húni og kirkjuklukkur hringdu í tvær mínútur, barst ómur Íslandsklukkunnar um allt land með útvarpi.