Veðrið á Þingvöllum 7,1°C N 8 m/s.

Sumardagskrá 2019

Fimmtudagsgöngur verða að venju ríkjandi eins og fyrri ár. Göngunar hefjast allar klukkan 20:00 og byrja við Gestastofuna á Haki. Göngurnar eru öllum opnar og ókeypis.

6. júní Gengið um slóðir Njálssögu á Þingvöllum. Með skilningi á skipulagi hins forna þingstaðar lifna sögurnar við.
Þórarinn Þórarinsson leiðir gesti  um söguslóðir atburða Njálssögu á Þingvöllum og þeim lýst í ljósi aðstæðna sem þrátt fyrir margar aldir og breytta tíma má enn sjá fyrir sér á staðnum. Þannig má rekja atburði frá einum vettvangi til annars.

13. júní Heiðin, þjóðin og Þingvellir   
Bjarki Bjarnason, einn af höfundum Árbókar Ferðafélags Íslands 2019 um Mosfellsheiði, fjallar um tengsl heiðarinnar og Þingvalla. Í aldanna rás streymdi fólk yfir Mosfellsheiði á leið sinni til alþingis á Þingvöllum og á síðari tímum voru haldnar þar fjölmennar hátíðir; þá flykktist fólk yfir heiðina, ýmist gangandi, ríðandi, á hestvögnum eða bifreiðum. Bjarki greinir meðal annars frá kampavínsveislu á Mosfellsheiði árið 1907, glímukappa með harðsperrur og þjóðvegahátíðinni árið 1994 þegar 13 þúsund manns sátu fastir á heiðinni og komust aldrei í áfangastað. 

20. júní Af rassgarnarendum merarinnar og meintri kristnitöku á Alþingi árið þúsund
Bjarni Harðarson fjallar um Skarphéðinn Njálsson og kristnitökuna á Alþingi.

27. júní Steiktur silungur og súrt skyr með rjóma
Margrét Sveinbjörnsdóttir, einn af þremur höfundum nýútkominnar Árbókar Ferðafélags Íslands um Mosfellsheiði, segir frá lýsingum erlendra ferðabókahöfunda fyrri alda á góðgjörðum sem fyrir þá voru bornar á Þingvöllum og bæjunum í kring, þar sem þeir ýmist tjölduðu eða fengu að gista í kirkjunni innan um kartöflupoka og fleira góss. Fyrir þá var gjarnan borinn nýsoðinn silungur, skyr og rjómi, kaffi og brennivín. Rýnt verður í viðurgjörninginn og samskipti ferðalanganna við klerka, bændur og búalið.

4. júlí Hvað býður Guðni Ágústsson upp á í ár
Guðni Ágústsson verður ásamt fríðu föruneyti á Þingvöllum þann 4. júlí.

11. júlí Vegagerð og listmálun Ófeigs á Heiðarbæ

Guðfinna Ragnarsdóttir fjallar um þúsundþjalasmiðinn Ófeig frá Heiðarbæ. Ófeigur kom bæði að mestri vegalagninu á Þingvöllum en var jafnframt framtakssamur á menningarsviðinu.

18. júlí 

25. júlí Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, jarðfræði og áform (vinnutitill
Ari Trausti Guðmundsson formaður Þingvallanefndar og jarðfræðingur ræðir þjóðgarðinn á Þingvöllum.

Aðrir viðburðir 

17. júní Hátíðaguðþjónusta klukkan 14:00 í Þingvallakirkju

31. júlí - Alþjóðlegur dagur landvarða.