Veðrið á Þingvöllum 19,0°C ANA 4 m/s.

Norðurljósaspá

Þingvellir eru vinsæll áfangastaður í norðurljósaferðum ferðaþjónustunnar.  Norðurljós stafa af truflunum á segulsviði jarðar sem rafhlaðnar eindir frá sólinni valda.  Norðurljósin eru dyntótt einsog veðrið og ekki hægt að ganga að þeim vísum. Fyrir skömmu var sett upp norðurljósaspá á heimasíðu Veðurstofu Íslands.  Þar má sjá á korti hvar mestar líkur eru að sjá norðurljós. Hægt er að fræðast betur um norðurljósin hér.