Umhverfisstefna

 

Haustlitir og Hrafnabjörg.jpg

Umhverfisstefna í rekstri þjóðgarðsins á Þingvöllum er samþykkt af Þingvallanefnd í þeim tilgangi að tryggja að innra starf þjóðgarðsins sé í sem bestu samræmi við stefnumótun þjóðgarðsins 2004-2024 og ábyrga umgengni við umhverfið almennt.

Mótun umhverfisstefnunnar tekur mið af eðli og umfangi þeirrar starfsemi sem fer fram innan þjóðgarðsins og þeim umhverfisáhrifum sem starfsemin getur haft í för með sér, með hliðsjón af nauðsyn sjálfbærrar þróunar. Umhverfisstefna fyrir rekstur þjóðgarðsins hefur verið mótuð á grundvelli greiningar sem fyrir liggur á starfseminni og helstu umhverfisþáttum sem henni tengjast.

Umhverfisstefna fyrir rekstur þjóðgarðsins er viðbót við og nánari útfærsla á fyrirliggjandi stefnumótun þjóðgarðsins á Þingvöllum 2004-2024. Í stefnumótun þjóðgarðsins 2004-2024 er sett fram framtíðarsýn og stefna sem snýr einna helst að verndarsjónarmiðum þjóðgarðsins en umhverfisstefna í rekstri snýr að þáttum sem tengjast daglegum rekstri.

Hér má sækja umhverfisstefnu þjóðgarðsins á pdf. sniði

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.