Þingvallanefnd


Þingvallanefnd er skipuð sjö mönnum, kosnum af Alþingi og fer nefndin með yfirstjórn Þingvallaþjóðgarðs. Þingvallanefnd er stjórnsýslunefnd og heyrir undir umhverfis og auðlindaráðuneytið.

Þingvallanefnd kjörin á Alþingi 25. apríl 2017:

Aðalmenn eru: Vilhjálmur Árnason, Andrés Ingi Jónsson, Páll Magnússon, Einar Brynjólfsson, Hanna Katrín Friðriksson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Theodóra Þorsteinsdóttir.

Varamenn eru: Njáll Trausti Friðbertsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Jóna Sólveig Elínardóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Nichole Leigh Mosty.

Þingvallanefnd ræður þjóðgarðsvörð, sem annast daglegan rekstur og ræður annað starfsfólk.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.